Ég veit það ekki, en oft heyrir maður í ákveðnum einstaklingum: “Konur eru mikið betri en karlar, við þolum sársaukann við að eignast barn”
Þar sem verkur í eistum (vegna höggs) er versti líkamlegi sársauki sem ég hef lent í, þá leyfi ég mér að telja að það sé álíka sársaukafullt og að fæða barn.
En hvort einhver hafi upplifað báða sársauka er erfitt að segja til um. Kannski tvítóla manneskja (manneskja með kynfæri karls og konu) hafi upplifað bæði. Fólk hefur fæðst þannig, en ég veit ekki hvort það sé frjótt. Tæknilega getur þetta fólk þá eignast afkvæmi með sjálfu sér, ef bæði kynfæri virka. Fólk sem lendir í þessu veit ekki af þessu fyrr en um kynþroska aldurinn, þar sem hormónar verða skringilegir, eins og gefur að skilja.