Já, við skulum reiðast fyrirtæki sem hefur keyrt útvarpsstöðvar okkur að kostnaðarlausu í langan tíma fyrir það að hætta með þær vegna þess að þær svöruðu ekki kostnaði.
Útvarpsrekstur er erfiður bisness, sérstaklega þegar framboðið var orðið svo mikið sem raun bar vitni, 3 útvarpsstöðvar sem spila eingöngu rokk þrífast ekki á svona litlu landi. Leiðinlegt reyndar að þær hætti allar á svipuðum tíma en það eina sem við getum er að vona að Radio Reykjavík rísi upp á ný eða einhver taki sig til og byggi upp nýja rokkstöð.
Að mótmæla niðurskurði hjá einkareknu fyrirtæki, sem fæst okkar lögðu nokkurn tíma pening í, finnst mér ekki réttlátt gagnvart þeim, sérstaklega þegar bullandi tap er af þeim hluta sem skorinn er frá.