Ég er staddur í svolitlum vandamálum. Sko þannig er mál með vexti að mér finnst einsog allir séu búinir að ákveða fyrir mig hvað ég á að gera í lífinu. Ég á semsagt möguleika á að klára framhaldsskólanámið á 3 árum en ég er ekkert viss um að ég vilji vera að gera það en kærastan mín er eiginlega alveg búin að bóka á að ég klári á 3 árum og er búin að plana allt varðandi næstu árin en ég er bara ekki þannig maður sem getur fest framtíðina svona auðveldega niður. Er ég að stefna á líf sem ég á eftir að hata með því að segja ekkert eða hvað á ég að gera ?