Ég var með svona í tvö ár á hægri fæti, stóru tá. Lét sjaldan gera við þetta en 2x skar læknirinn smá rönd meðfram hliðunum til að hleypa greftri og öðrum skít undan. Þetta var orðið svo alvarlegt hjá mér í lokin að minnsta snerting við svæðið framkallaði svo nístandi sársauka og oftar en ekki einu sinni þá kom högg á staðinn og ég féll í gólfið af sársauka. Táin lyktaði af ógeðslegheitum, gröftur vall uppúr sárinu og sokkurinn varð gulur af skít og drullu. Einu sinni var stigið ofan á sárið, reyndar hoppað oná tána, nöglin fór á bólakaf ofan í bólguna og ég gjörsamlega öskraði kvöl og pínu. Blöð fossaði undan tánni og ég skellti í mig íbúfen 500 til að lina sársaukann. Þá ákvað ég að binda endi á þessa þjáningarsögu mína og segja bless við þessa fötluðu nögl sem lét mig finna fyrir angist dauðans. Ég fór uppá Heilsugæslu, pantaði tíma, lagðist á sjúkrarúmið, læknirinn deyfði tána alveg niður svo ég fann ekki fyrir neinu og hann klippti og velti nöglinni af. Núna hoppa ég um af gleði og get hlaupið eins og venjulegur ungur drengur, ekki eins og haltrandi aumingi með inngróna tánögl. Þið sem eigið við þennan vanda stríða, látið ekki nöglina segja ykkur hvað þið eigið að gera, labbiði óhrædd uppá spítala og segið hátt og snjallt við lækninn, “Læknir, ég vil láta taka nöglina mína”!
- Steypukall -