Tekið af Mbl:
Fimm manns hafa látið lífið vegna óveðurs sem geisar í Danmörku og Svíþjóð. Meira en 100 þúsund heimili eru án rafmagns og er talið að svo verði fram á morgun. Kastrup flugvelli í Kaupmannahöfn hefur verið lokað og flugvellinum í Malmö í Svíþjóð líka.
Þá barst neyðarkall frá hollensku fragtskipi úti fyrir ströndum Danmerkur rétt fyrir kl. 16 í dag og var sagt að eldur væri um borð.
Vindhraði hefur náð allt að 151 km á klukkustund í Danmörku. Tré hafa rifnað upp með rótum og þakplötur fjúka um. Umferð um Eyrarsundsbrúna hefur verið stöðvuð vegna veðursins. Maður lífið í Óðinsvéum eftir tré féll á bílinn sem hann ók og tveir létu lífið þegar þakið fauk af húsi þeirra í bænum Assens.