Hvað er málið með allar þessar afmælisspurningar??
Þetta er eins og samsæri á huga!
Einn spyr hvað fólk sé gamalt
Annar spyr á hvaða mánaðadegi maður á afmæli
Enn annar spyr í hvaða mánuði
Og þeir sem svara eru settir á blað þar sem nægum upplýsingum er safnað og svo bamm allir vita hver þú ert og ekkert er þér persónulegt lengur, spurnaningar á rómantík, pólítísk álit og annað!
Þú labbar niður Laugaveginn og heyrir:“pssst þetta er gaurinn sem átti í vandamáli með sjáfsfróun!” eða að þú ert laminn af 10 gaurum af því að þú ert Vinstri grænn!
Þetta eru bara mínar hugmyndir í sambandi við þessi spurningaflóð um hugara sem flæða hér um forsíðuna!