Í sambandi við skólann
Er það satt að margir krakkar eru að byrja á morgun í skólanum? Ég byrjaði í dag. Það hafa margir verið að tala um þetta í skólanum mínum og ég sá líka að nokkrir hafa verið að tala um að skólinn byrji ekki fyrr en á morgun hérna á Huga. Starfsdagurinn hefur þá verið í gær hjá skólanum mínum, ekki nema hann hafi verið færður, samt spurði ég kennarann minn hvort það væri starfsdagur daginn fyrir foreldrafundina sem að er ekki langt í og hann sagði nei. Hann er oftast daginn fyrir foreldradaginn. Veit einhver hvað er í gangi?