jæja, Ronaldo og Rivaldo spila báðir í evrópu í fyrsta lagi. Síðan segjiru að Arsenal, Manchester United og Chelsea séu ekki álíka stór og ítölsku liðin, þetta er það með því allra heimskulegasta sem ég hef heyrt undanfarið og ef þú spáir bara í því hvaða leikmenn þessi ensku lið hafa þá ættiru að sjá það sjálf.
Ég skal bara nefna Henry, Nistelrooy og arjen robben sem dæmi. þetta er algjörir heimsklassa leikmenn og á meðal þessara mann er Eiður Smári að spila stórt hlutverk og rúmlega það. Eiður Smári er að spila fyrir ríkasta lið í heimi, þú vissir það vonandi. Chelsea getur keypt hvaða leikmann sem er í heiminum peningalega séð, en samt, taktu eftir, en samt er Eiður smári í byrjunarliði Chelsea í nánast hverjum leik og er þeim mjög mikilvægur. Ef þessi maður á ekki fullkomlega skilið að vera valinn íþróttamaður ársins hjá litla íslandi þá er eitthvað að.
Fótbolti er visælasta íþrótt í heimi:
http://visindavefur.hi.is/svar.asp?id=2646Auðvitað er mest fjallað um vinsælustu íþrótt í heimi heldur en aðrar minna vinsælar íþróttir. Það er auðvitað gefið mál. Af hverju helduru að það sé meira fjallað um Bandaríkin í fréttum á íslandi heldur en nokkuð annað land í heiminum? Þetta er ekki ósvipað.
Og að lokum, á meðan það er ekki greint sérstaklega á milli þeirra sem eru í einstaklings- og hópíþrótt þá skiptir bara andskoktans engu máli þó að Eiður sé í hópíþrótt!