Nú er maður í veseni við tryggingafélögin, TM vill ekki leyfa okkur að segja upp hjá sér en við erum nú þegar tryggð og búinn að borga hjá Verði (þeir eru miklu ódýrari).
En TM þrjóskast við og leyfir okkur ekki að hætta hjá sér. Þetta eru meiri þjófarnir, ég skal segja ykkur það að ég tryggi aldrei neitt hjá TM og ég skal lofa því að reyna að telja öllum þeim sem eru tryggðir hjá þeim trú um það að þeir séu fyrirtæki djöfulsins.
Við skiptum um eigendur á bílnum en það er ekki einu sinni nóg, maður fær bara eithvað rugl í andlitið á sér um að þetta sé svona og svona og svona. Hvernig í veröldinni á maður að skilja eithvað af þessu, þetta er örugglega hannað til að rugla mann svo að maður nái ekki að segja upp.
Við vorum upphaflega tryggð hjá Verði en ætluðum að fá tilboð frá TM, þeir gáfu okkur tilboð en svo þegar þetta var allt saman komið í gang að þá var þetta miklu dýrara en ella. Þannig að við ákváðum að segja upp og fara aftur yfir í Vörð. Nú fæ ég sent bréf frá þessum þjófum að ég skuldi þeim yfir 80.000 með vöxtum, ég sem að taldi mig vera búinn að segja upp hjá þeim. Neiii, þá stendur í tölvunni þeirra að ég hringdi og ætlaði að segja upp en ég hafi hætt við það. Þeir búa bara til staðreyndir hjá sér.
þið sem eruð tryggð hjá einhverju fyrirtæki ættuð að hugsa ykkar gang og ath hvað þið eruð að borga.