jæja gott fólk, ég á vin sem er í miklum vandræðum með fíkniefni, ég hef verið vinur hans í nærum því 3 ár, 2 og hálft ár af þessum 3 hef ég náð að halda honum úr fíkniefnum og rugli en inná milli hefur hann fallið kanski 4 sinnum en þá kemst hann attur á strik eftir 2-3 daga með smá hjálp.
ég og hann erum báðir miklir tónlistar áhugamenn, semju báðir tónlist og spilum á hljóðfæri og við vorum búnir að semja nokkur lög meira segja saman sem við vorum að spá í að gefa út, allt gekk vel. fyrir 2 mánuðum síðan hætti hann að tala við mig, svarar ekki smsum, svara ekki símanum sínum, félagi minn segir hann vera fallinn í fíkniefnum aftur, hann er semsagt bara kominn í ruglið attur.
núna hef ég ekki náð sambandi við hann í allan desember og veit ekkert hvað ég á að gera því þetta er strákur sem á ekki skilið að vera í rugli, hann á svo marga góða vini en oftast fellur hann í hóp slæmra vina aftur. ég vill reyna að bjarga honum uppúr þessu, koma lífinu á svipað strik og það var á fyrir ca 2-3 mánuðum síðan. ég hef talað við mömmu hans en hún hefur ekki heyrt í honum nema bara þegar hann gaf henni jólagjöf, hún er eiginlega búin að gefast uppá að reyna að ná honum úr ruglinu.
núna veit ég ekkert hvað ég get gert, ég hef reynt flest sem mér dettur í hug.
vonandi getiði komið með einhverja hugmynd fyrir mig, eða bara hjálpa mér eitthvað.
og engin skítköst takk fyrir.