Hérna er skólataskan þín…..

q;o)

Ég er skólataska, gömul og slitin.
Ég fer næstum á hverjum morgni í skólan með eiganda mínum.
Það eru fullt af öðrum töskum í skólanum, þær eru í öllum regnbogans litum.
Þær vilja ekki tala við mig, bara af því þær eru nýjar og í fullkomnu lagi.
Ætli ég þurfi bara ekki að láta laga mig, nema mér verði hent í ruslið.
Það er ekki alltaf gaman að vera skólataska, en það er oft gaman að koma inn á ný heimili.
Eigandi minn á mjög góða vinkonu, þessi vinkona á líka skólatösku sem er gömul og slitin.
Eins og ég, en við förum ekki í sama skóla. Skólinn sem ég fer í heitir Hólamarkaskóli en hennar
skóli heitir Hæðaskóli. Eigandi minn, heitir Karólína, hún býr á mjög góðu heimili.
Mamma hennar reynir að bæta mig eins mikið og hún getur, þess vegna er ég full mikið saumuð saman.
Ég á ekki mjög langt eftir sem skólataska, ætli ég verði spegill næst?. Þá sé ég meira en ég geri núna.
Það eru bara nokkrir dagar eftir. Ég finn það.
Karólína tekur upp úr mér bækurnar eins og hún gerir þegar hún ætlar að gera heimavinnunna sína.
En hún setur mig ekki á gólfið aftur, Hún gengur með mig út, út að stórum gám og hendir mér ofan í hann.
Lífi mínu sem skólataska er lokið………