Þetta er fáránlegur samanburður. Ert þú í alvöru að bera saman Pólverja sem verka fisk af því enginn íslendingur fæst til þess saman við vopnuð rán landnema á heimilum Indíána
Fáranlegur samanburður, það má vera. En það sem er sameiginlegt með þessu er að þarna fluttust var fólk að flytjast milli landa, til landa með aðra menningu (ég er ekki bara að tala um Pólverja). Blöndun menninngarheima hefur sjaldnast gengið mjög vel, dæmi: Múslimar í Hollandi.
Þó ég sé á móti því að útlendingar bui hér veit ég að nauðsynlegt er að þeir búi hér,
e-r verða að vinna störfin sem Íslendingar vilja ekki vinna. Það er samt ekki gott að útlendingar flytjist hingað í of miklum mæli, þá mynda þeir eigin samfélög og til árekstra kemur milli þeirra og innfæddra, dæmi: Breiðholt.
Af þessum ástæðum og öðrum vil ég að strangari lög gildi um útlendinga en Íslendinga og styð hin sk. ,,útlendingalög´´.
Það er gott að þú teljir ekki hæstarétt vera pólitískt valdatæki. Það breytir því þó ekki að hann er notaður þannig
Geturðu nefnt mér dæmi um það hvernig hæstiréttur hefur verið/er notaður sem pólitískt valdatæki?
BNA menn slysuðust ekki inn á það að fylgja kenningum Keynes, heldur fóru þeir að ráðum hans
Jú BNAmenn slysuðust til að fylgja kenningum Keynes, fyrst þegar hann setti þær fram töldu stjórnvöld og flestir aðrir hann snargeggjaðan, enda stríðir það gegn almennri skynsemi að auka útgjöld þegar hart er í ári. Þeir slysuðust hins vegar til að fylgja kenningum hans þegar þeir gerust þátttakendur í stríðinu og urðu að auka hergagnafrl.
Góður árángur í efnahagsmálum má þakka EES samningnum, en meirihluti framsóknar og ýmsir sjálfsstæðismenn voru á móti þeim samning
Góðan árangur í efnahagsmálum má að nokkru leyti þakka EES samningnum en einnig efnahagsstjórn núverandi ríkisstjórnar. Aðeins tveir núverandi þingmenn framsóknar, Guðni og Kristinn, greiddu atkvæði gegn samningnum og enginn núverandi þingmann sjálfstæðisflokksins.
Já já. Þú ert greinilega búinn að gleyma því að þegar einræðisherra frá Kína mætti hingað í heimssókn þá fjarlægði lögreglan Falun Gong mótmælendur og faldi þá. Jafnt Íslenska sem erlenda mótmælendur
Já ég var búinn að gleyma þessu máli. Ég studdi ekki stjórnvöld í þessu og ætla ekki að verja þau. Að baki þessa lágu þó nokkrar ástæður, þetta var ósk frá Kínaforseta og í Kína er geysistór markaður sem íslenzk fyrirtæki geta sótt inn á og því betra að hafa samskiptin ekki stirð.
Mér finnst þetta þó ekki nóg til þess réttlæta aðgerðir lögreglu/stjórnvalda í þessu málefni og var því á móti þeim. Þú getur þó ekki alhæft um rétt Íslendinga til mótmæla útfrá þessu eina atviki.
Sem sagt ekki nóg með að Ísland styðji mannréttindabrot á borð við þau sem framin eru í Guantanamo flóa
Eins og ég hef sagt áður þá þýðir það að stjórnvöld anmæli ekki mannréttindabrotunum ekki að þau styðji þau. Auk þess myndi það engu skipta þó Ísland myndi mótmæa mannréttindabrotunum það myndi einungis skapa okkur óvild BNAmanna.
En hvað varðar þriðju spurninguna þá verð ég að spyrja, hafa Össur og Ingibjörg stolið einhverju
Ég átti við Þórólf. Það lá ljóst fyrir að hann hafði tekið þátt í samráðinu þegar hann var ráðinn borgarstjóri. Var að benda á að stjórnarmenn og hættir samfylkingunnar í Rvk væru ekki til fyrirmyndar og líklegt væri að allt færi á sama veg stjórnaði hún landinu.
Mér þætti spennandi að sjá samsteypustjórn XD og XS. En ég held þó að ágreiningur innan stjórnarinnar yrði of mikill til að hún gengi almennilega og tel því stjórn XB og XD betri valkost. En gæti samt einnig gengið vel og gaman væri að sjá slíka stjórn eitthvern tímann.