“Ég veit ekki betur en að flest öll umræða á þessum vef sé áróðursþrunginn og ég sé ekkert að því að fólk tjái skoðanir sínar á hjálparsöfnunum frekar en öðru, neikvæð eða ekki, hún á alveg rétt á sér.”
Og ég veit ekki betur en að ég hafi þá, að sama skapi, fullan rétt á því að svara neikvæðri umfjöllum fullum hálsi ef mér þykir hún fara yfir velsæmismörk.
Ef hópur af börnu mkæmi heim til þín með lítinn bauk að safna fyrir Rauða Krossinn, myndir þú segja þeim að þú myndir frekar kaupa þér tíu fílakaramellur í staðinn fyrir að styrkja sveltandi börn í Afríku? Þetta er nákvæmlega það sama og hann Duff er að gera, bara á öðrum vettvangi. Ég er ekki að vera agressívur gagnvart honum vegna þess að hann vilji frekar kaupa fílakaramellur frekar en að gefa í baukinn, ég er að ráðast á hann munnlega vegna þess að hann er að sýna ókurteisi í garð upprunalegs höfundar þráðarins, og vanvirða starf þeirra sem VILJA gera eitthvað.
“Hversu margir spá reglulega í deyjandi börnum í Afríku o.sfrv. o.s.frv. málið er að við hugsum meira um eiginn rass en við viljum viðurkenna. Ef við virkilega vildum laga aðstæður í þriðja heiminum (ég er ekki að fara út fyrir umræðuefnið þótt þér virðist það kannski, ef betri lifnaðar aðstæður væru í mörgum þessum löndum hefði þetta ekki haft eins dramatíska tölfræði) þá gætum við gert það á einu bretti, við eigum meira en nóg að pening og auðlindum.”
Það er rétt, því miður. Eins og með þessa söfnun, þá er alltaf hægt að gefa til Rauða Krossins, og það eru börn sem safna dóti á tombólu til styrktar málefninu, það er fólk sem gengur á milli húsa í því skyni að styrkja starf Rauða Krossins, og það er söfnunarbaukum dreift út um allt. Enginn er að segja þér að setja pening í baukinn. Ef þú vilt það ekki, hundsaðu hann og slepptu því að setja ofan í baukinn. En þú getur í það minnsta sýnt almenna kurteisi og (lykilorðið)
virðingu og sleppt því að abbast upp á þann sem er að safna peningnum í málefnið.
Sjálfur get ég stoltur sagt að ég gef reglulega til Rauða Krossins og UNICEF og verður ekki meint af.
“Afhverju gerum við aldrei neitt fyrr en skaðinn er skeður? Málið er að þetta fólk var ekki til í hausnum á okkur fyrr en að þetta gerðist.”
Af hverju á ekki að bjóða hjálp þegar hennar er leitað? Meira en 20.000 íslendingar hafa nú þegar rétt fram hönd sína. Ég veit ekki til með að restin sé eitthvað að tauða yfir því að hennar sé leitað. Ekki er fólk að skrifa í blöðin hvað þetta sé mikil hræsni. Ekki er fólk standandi út á götu, öskrandi yfir mannfjöldann að það ætli sér frekar að kaupa kippu af bjór eða fullt af flugeldum í staðinn fyrir að gefa í hjálparstarf. Þeir sem hafa áhuga á að sleppa þessu sleppa því þegjandi. Hinir gefa. Er eitthvað slæmt við það?
“Svo fyrst þú varst að draga upp helförina og annað, þá langaði mig að benda þér á að sá atburður var stórlega ýktur að mati flestra sagnfræðinga í dag. Tala látinna af völdum þessa atburðs hefur lækkað um margar milljónir (enn meiri áróður).”
Ég hef lesið vel skrifaðar greinar þar sem talað er um að helförin er sögð vera stórlega ýkt, en ég hef einnig lesið vel ritaðar greinar þar sem rökin sem styðja að hún sé stórlega ýkt eru hrakin. Ég kýs sjálfur að halda mig við
Wikipedia í þeim efnum, enda er þetta besta hlutlausa alfræðibókin á netinu. Ég meina, fyrst meirihluti sagnfræðinga er svona handviss um að þetta sé stórlega ýkt þá efast ég um að það komi fram á þessari síðu. Þess má geta að þær tölur sem hún gefur upp eru 12 milljónir, og stendur þar að þær tölur hafi líkast til verið vanmetnar.
En þarna erum við annars komnir langt út fyrir efnið, og þykir mér helförin vera frekar þreytandi umræðuefni til lengdar, enda hef ég fengið meira en nóg af áróðri frá báðum hliðum og kýs þar af leiðandi að halda mig við sögubækurnar sem notaðar eru til kennslu í skólum.
“Ég er ekki að segja að ég sé eitthvað betri eða að það sé hægt að losna undan öllum þjáningum, heimurinn gæti verið betri! En ég er allavegana ekki að gera mér upp einhverjar svakalegar tilfinningar og eyða tíma mínum í hræsnaraskap á huga.is meðan að ég gæti verið að ganga í Rauðakrossinn og gera eitthvað gagn, en nei… þér dettur það ekki í hug er það?”
Þú virðist ekki hafa áttað þig á því sem hef nú þegar sagt þér? Það sem ég hef ritað allaveganna tvisvar eða þrisvar í þessu svari, og allaveganna einu sinni í upprunalegu svari mínu? Ég er ekki að stökkva á fólk fyrir að gefa ekki í söfnunina, eins og þú virðist halda, enda kemur mér það ekkert við hvað fólk gerir við peningana sína. Ég er að stökkva á fólk sem sýnir óvirðingu gagnvart þeim sem hafa misst heimili og ástvini í hamförunum, ásamt því að vanvirða starf þeirra sem vilja gera eitthvað.
Og varðandi síðustu setningu þína, þá gaf ég 1.500 krónur í hjálparstarfið.
Ég hefði getað sleppt listanum og kvartað undan þessu sama. En það hefði ekki breytt því að ofantaldir notendur hefðu örugglega komist til umræðu, beint eða óbeint. Það skiptir því litlu máli hvort þetta sé listi yfir fólk sem ég tel fara yfir strikið, eða kvörtun yfir ónefndum aðilum sem ég tel fara yfir strikið.
Þeir fara samt yfir strikið að mínu mati, og mati annara, ef ég miða við svör sem ég hef fengið við þessum þræði, og miðað við þá úthúðun sem ólátabelgirnir hafa fengið á öðrum þráðum.
Óh, eitt enn. Það er málfræðivilla í undirskriftinni þinni, réttast væri að hafa kommu á milli “Virðingarfyllst” og “Damphir”. Fyrir utan það að það er b í fórnarlamb, ekki d.