Já! það þyrfti eiginlega að breyta sólahringnum í 28 tíma! þá væri þetta ekkert vandamál!
annars held ég að það sé best bara að leyfa þessu að fjúka (sofna þegar maður vill o.s.frv.) BTW Vaknaði kl 02:00 í nótt og þarf að vinna eftir klukkutíma.. ekki sniðugt
Ég sef bara þegar ég er þreyttur og meðan ég er í jólafríi hef ég engar áhyggjur af því. Þegar ég þarf aftur að fara að vakna á morgnana og vinna allan daginn þá tekur það ekkert svo langan tíma að venja sig á að hafa svefntímann ekki akkúrat á þessum 8 tímum sem maður á að vera í vinnunni.
Hef ekkert sofnað í alla nótt og er bara hættur að reyna. Enda klukkan að ganga 14:00. Sný honum við núna, vek framm á kvöld og sofna þá værum svefni um klukkan 00:00.
Þá ætti ég að gera farið aftur að vaka eins og venjulegur maður.
já kannast við þetta… var buin að snua honum algjörlega við gat fyrst sofnað um 7 leytið á morgnana … síðan þegar ég náði að sofna á miðnætti til að reina snua dæminu við … nei þá vaknaði ég alltaf klukkan 4 á nóttuni … óþolandi helciti:Þ
Þetta er auðvelt, bara ekki fara að sofa kl 6 heldur bara vaka áfram og þá ertu orðin nógu þreytt um kvöldið
“Our enemies are innovative and resourceful, and so are we. They never stop thinking about new ways to harm our country and our people, and neither do we.”
Ég er líka búinn að snúa mínum sólahring við…hvernig ég er búinn að gera það virkar samt fyrir mig. Ég sofna um sexleytið að morgni til (eftir að ég er búinn að bera út) og svo vakna ég klukkan þrjú/fjögurleytið. Þá er ég orðinn hress þegar að ég fer í vinnuna klukkan sex (Dominos). Vinn svo þar eitthvað fram á kvöldið og geri svo þetta allt aftur. Svo að það sést alveg að maður getur snúið sólahringnum við og jafnvel verið í tveim vinnum á sama tíma :)
Ég er búinn a snúa sólarhringnum við :D Það sem ég prófaði var að fara í heita og góða sturtu fór svo að sofa… var andvaka samt í einhverntíma en sofnaði samt fyrr :D
Sleppir því að fara að sofa um morguninn, eða hvenær það er sem þú ferð að sofa, heldur þér vakandi með kaffi, kóki eða spítti, eða whatever rocks your boat, og ferð svo að sofa snemma um kvöldið. :) Ættir þá að vakna morgunin eftir, fersk og hress og fer svo að sofa um svipað leiti og þú gerðir kvöldið áður. Allavega geri ég þetta alltaf þegar skólinn nálgast eftir frí. :)
Ég kvíði þeim tíma þegar ég þarf að snúa mínum aftur við (er í jólafríi) þetta er SVO notalegt og þægilegt…Ekki ofan á það að bæta að núna þarf ég að vakna 4 daga kl. 7:10 :( einn kl.7:50…miklu fyrr en fyrir áramót..
ætli ég þurfi ekki að segja : góðan dagin ég heiti gamlikallin og á við sama vandamál og þið að stríða bræður :D umm 5 leitið á morgnana til 4 á dagin :P
Æji já ég líka.. svona fer jólafríið með mann! Ég sofna oftast ekki fyrr en um 4 leytið og einu sinni núna í fríinu lenti ég í því að vera ennþá vakandi þegar vekjaraklukkan mín hringdi… Er að reyna að vinna í því að sofna fyrr, það bara gengur ekki.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..