Nú er ég að fara ausa aðeins úr mér og ég þarf hvork álit ykkar né vorkun.
Málið er að ég fékk símtal áðan og fékk tilkinningu um að pabbi minn sé orðinn veikari.
Hann er búinn að vera veikur í mörg ár,
Hann er með leiðindar sjúkdóm sem ég myndi
ekki einu sinn óska óvinum mínum.
Svo ég noti myndlíkingu, þetta er eins
og að rottna lifandi.
Ok sá sem hringdi og sagði mér að það hefði þurft að hringja í lækna og láta skoða pabba.
Og þeir ætluðu að koma á morgunn og skoða hann aftur og áhveða hvort hann verði lagður inn eða ekki, og þá myndi taugasérfræðingurinn koma líka.
Ég var voða leið að heyra þetta en var svo sem búin að búast við þessu.
Þannig að ég tók upp síman og fór að hringja í systkyni mín og láta þaug vita af þessu,
við búum ekkert af okkur í sama bæ og ekki í sama bæ og pabbi okkar neima eitt okkar
það er yngsta systirin.
Svo fór ég að hugsa, það er ekki rétt að mér að
vera að væla yfir þessu, nú er ekki rétti tíminn
til þess. Núna þarf ég að vera sterk og
stiðja við pabba minn og systkyni mín,þó svo að ég sé næstyngst.
Það er ekki ég sem er að hveljast
og bíða eftir því að deyja.
Vitið þið að ég hef það ótrúlega gott og ég met það sko mikið, ég á mann sem elskar mig
og ég hann,við eigum barn saman og hús
vorum að panta okkur nýjann bíl
það eina sem við eigum eftir að gera er
að gifta okkur og lifa hamingjusöm til æfiloka. Við túlofuðum okkur núna um jólinn.
Þannig að mér fynnst ég ekki eiga rétt á því að
vera að væla, á meða pabbi minn hvelst og bíður eftir svari frá læknunum hvað verði um hann
hvort hann fái að búa áfram í íbúðinn sinn
eða verða spítala matur.
Bara ömulegt, hann getur hvorki baða sig né klæt
og hann liggur alltaf eins í rúmminu sínu því
hann getur ekki snúið sér,og er settur í hjólastól 2x á dag.
Þetta er samt líf, því það er undir mér
og okkur hinum ættingunum að veita honum það
með því að vera dugleg að koma til hans
og knúsa hann.
Það eina sem ég gat sagt við hann pabba minn
var, hafðu ekki áhyggur það gerist ekkert hræðilegt fyrir þig því
þú ert elskaður af svo mörgum.
Og að mínu mati er eini rétti tíminn til
að gráta er á jarðarförinni hanns.
Og njóta stundarinn sem eftir er.
Kannski er ég voða köld en það er það eina sem
dugar er að stjórna því hvernig maður
hugsar og hvernig manni líður
annasr væri bara þunglindið svarið.
Þannig að lífið er bæði vont og gott.
kv Spor.
EF getur verið stórt orð