Æh, alltaf jafn þroskuð svör hjá þér, fantasia. Ég hef núna skapað stuttan leikþátt sem þitt þroskaða svar gaf mér innblástur í…
———
1. atriði
———
Gunnar (G) og Jökull (J) sitja fyrir utan barnaskólann á Bolungarvík og eru að ræða um tónlist.
G: Ég heyrði í Korn í gær. Þeir eru bara nokkuð fínir.
J: Iss, þú hefur ekki hlustað á alvöru rokk.
G: Nú, já? Ég aldist upp við Led Zeppelin og Rolling Stones, og ég gjörsamlega dýrka þær hljómsveitir. Ég get þulið upp lagalista þeirra í stafrófsröð án þess að gleyma nokkru lagi. Og þrátt fyrir ást mína á gömlu, góðu rokki, þá verð ég samt að segja að það er hættulegt að dvelja í helli fortíðarinnar því það er svo mikið nýtt að gerast í tónlistarheiminum.
J: Iss, þú ert bara óþroskaður vanviti sem hefur ekkert vit á tónlist. Meina, ekki tóku Led Zeppelin, nú, eða JúTú, lög eftir aðra listamenn. Ég meina, iss, það er svo asnalegt að taka lög eftir aðra listamenn. Mér finnst að fólk eigi bara að hlusta á tónlistina í því formi sem hún var upprunalega gerð í. Helst bara á upprunalegum miðlum. Þroskastu, Gunnar, þroskastu!
———
2. atriði
———
Gunnar (G) og Jökull (J) hittast þrjátíu árum síðar niðri á hlemmi. Gunnar klæðist gömlum rykfrakka og slitnum gallabuxum og af honum er mikill áfengisfnykur. Jökull er hins vegar í jakkafötum, en tekur strætó í dag því fíni Porsinn hans er í viðgerð, og mamma hans vill ekki lána honum fyrir leigubíl.
G: Jökull, fyrirgefðu mér, ég hefði átt að hlusta á þig. Ég hefði aldrei átt að hlusta á Korn! Sjáðu hvar ég er staddur í dag!
J: Hahaha! Þú þarna ræfill. Sleiktu á mér skóna! LIFI ALLT ANNAÐ EN KORN, AHAHAHAHAHAHAHAHA!
———
Lokaatriði
———
Sögumaður: Jökull dó og lét grafa sig í gullkistu, en Gunnar seldi líkama sinn til óþekkts hryðjuverkaleiðtoga í þeirri von að hann gæti gert eitthvað á móti afsprengi hinu illa; kapitalismanum. Og hvað segir þessi saga okkur? Að allt sem fantasia segir er satt og rétt og allir aðrir eru fífl.
———
Um höfund
———
Höfundur þessa stutta leikþáttar er gull af manni. Hann fæddist inn í venjulega fjölskyldu í Kópavoginum og aldist upp við tónlist eftir fræga listamenn, erlenda jafnt sem innlenda, á borð við Led Zeppelin, Bítlana, Rolling Stones og Aerosmith.
Höfundur komst fyrst í snertingu við harðara rokk þegar hann heyrði í hljómsveitinni Korn í kringum árið 1998. Þetta þýðir þó ekki að hann einangraði sig frá öllu öðru rokki og fílar bara Korn, nei, svei mér þá, í dag er maðurinn svo víðsýnn á tónlist, að það sem gelgjur og ofsatrúarfólk klígir við að hlusta á getur hann hlustað á eins og eðlileg manneskja. Skiptir litlu máli hvernig tónlistin er, hvort sem hún er fjöldaframleidd eða ekki, hvort hún sé frá Bretlandi, Íslandi, Túrkemistan eða Suðurskautinu, hvort það sé rokk, rapp, raftónlist, froðupopp eða klassísk tónlist.
Höfundur hlustar á það sem hann fílar, og ef hann hefur skoðun á ákveðnum hljómsveitum, þá áskilur hann sér þann rétt að viðhalda þeirri skoðun án þess að verða hakkaður í spað af pjúristum, þröngsýnum hálfvitum sem þola ekki aðra tónlist en eigin, og þröngsýnum einstaklingum sem halda að þeir séu rosalega klárir og þroskaðir en eru það ekki.