laga smá hluti hjá þér.
já rétt, 17 ára einstaklingur hefur lítið við bíl að gera (í flestum tilvikum).
Í fyrsta lagi er mjög ólíklegt að 17 ára einstaklingur geti tekið og fjármagnað 200.000 kr. lán, með fullri viðringu. Í það fyrsta á 17 ára barn að vera í skóla og í mesta lagi í hlutavinnu. Ekki í vinnu sem gefur 200.000 á mánuði í einhverju dallidúllilei.
hver var að tala um vinnu með 200.000 krónur á mánuði ? það getur vel verið að þessi einstaklingur sé í skóla og vinnur með skóla og vinnur svo um sumarið og þénar þá nógu mikið til að borga lánið (fær kanski mömmu og pabba til að hjálpa smá til á meðan skólinn er.)
segjum sem svo að þessi aðili sé að fá um 50 þúsund krónur á mánuði meðan hann er í skóla, eyðir 30 þús á mánuði, borgar 20 þús í lánið, gæti reyndar notað þennan bíl mjög takmarkað þá, útaf bensínkostnaði.
segjum sem svo að hann fari svo í vinnu um sumarið þar sem hann er með um 150 á mánuði, þá er þetta kanski ekki svo mikið mál. sérstaklega ef hann tekur lánið eftir sumarið og sparar vel yfir sumarið.
Má ég benda þér á rekstrarleigu sem hentar mjög vel fyrir einstaklinga. Það er í nokkrum umboðum hægt að fá bílinn lánaðann í eitt ár, tvö eða þrjú (eða lengur) og svo skipt um bíl eftir ákveðinn tíma. Þú átt þennan bíl ekki, umboðið sér um að smyrja hann o.þ.h. Það besta við það er að þú borgar enga skatta af honum til ríkisins, þar sem þú átt í raun og veru þessa bifreið ekki og þú sparar þá. Það kostar eitthvað um 26. þús fyrir litla bíla (eða minna, man það ekki) að fá þá lánaða á mánuði. Það er á margan hátt hagstæðara.
Ef þú kynnir þér rekstrarleiguna aðeins betur þá ert þú skildug/ur til að hafa bílinn í “kaskó” tryggingu sem er nú alls ekki ódýr. þannig það er kanski ekki eins sniðugt og maður gæti haldið í fyrstu.
annars myndi ég nú ekki taka mér lán núna (ég er 17 ára), sérstaklega ekki fyrir bíl. Ef ég vildi bíl myndi ég fá mér einhverja druslu á 20-50 þús. krónur.