öööööööööössss eitt sem mér finnst nú að mætti koma fram í allri þessari cover laga umræðu.
Fólk er grenja yfir snillingum eins og Parfect Circle þegar þeir tóku Imagine, og síðan núna er eitthvað smá svekk að Korn skildu taka The Wall, sem ég að hálf táraðist yfir fyrst en svona er alveg fínt þegar maður hlustar á það nokkrum sinnum, geðveikt lag náttúrulega.
En mesta nauðgun og svívirðing á lagi og tónlistarmönnum og bara name it var þegar puff daddy eða hvað sem hann nú heitir, tók Kashmire með Zeppeline gersamlega djúpt og ósmurt með Godzilla laginu sem svo margir kannast við.
Það sem er samt sorglegast við það finnst mér er að það vita ekkert neitt rosalega margir að þetta er gamalt zeppeline lag, með þeirra bestu, if you ask me, heldur halda að þetta sé bara eitthvað sem PD gerði.
Mér finnst svona tóntegundin, eða hjómurinn í Imagine með APC minna dáldið á Kashmire, og eflaust hafa margir tekið eftir því líka. Ég var með eMOTIVE í bílnum um daginn og spilaði Imagine með einn mikill rokkara í bílum, og fékk að heyra “iss mér finnst þetta ekkert sérstakt, eitthvað svona puff daddy krapp” eða eitthvað í þá áttina.
Mér bara gersamlega blöskraði. Ef hann, gaur sem gæti líkega unnið popppunkt með vinstri, veit ekki að PD notaði Kashmire, þá get ég rétt ímyndað mér hvað margir eru sem vita það ekki.
Það er svona það sem mér finnst allra verst þegar tónlistarfólk að að remixa eða covera lög, þegar fólk veit ekki hverjir upprunalega flytjendurnir eru, og röngum aðilum er eignaður heiðurinn að meistaraverki, tala nú ekki um meistaraverk eins og Kashmire er, algjör gullmoli.
Jólakveðja :*