Reyndar þá er munur á Coke í einu landi og í því öðru. Það er nefnilega þannig að verksmiðjan í hverju landi (hér Vífilfell) fær til sín sýróp, sem er í raun hreint Coke. Síðan er sett út í vatn og kolsýra (eða eitthvað í þeim dúr). Sumar verksmiðjur setja meira af vatni en aðrar, þannig að bragðmunur verður töluverður, og þó hinn venjulegi maður sem drekkur ekki Coke á hverjum degi finni lítinn mun, þá finnur sá sem drekkur Coke á hverjum degi greinilegann mun. Ég hef borið saman íslenkst coke við dankst, breskt og norskt coke (gott að eiga félaga sem koma á sama tíma að utan) og það var vissulega munur á milli.
Pepsi hef ég aftur á móti ekki kynnt mér jafnvel, enda er ég ekki pepsi drykkjumaður, þó svo einhverjum finnist hann góður þá vel ég Coke framyfir Pepsi.
Þannig að jú, það er eins og ég sé að bera saman vatn og mjólk, svo mikill er munurinn.
Gæðaflokkurinn á Coke er annar en á pepsi, að mínu mati.