Vesalings litli síminn minn dó, lenti í þvottavélinni, aumingja, aumingja, aumingja hann. Og í tilefni af því skýri ég símann minn Vaskafat, þótt það tengist nú þvottavélum ekki mikið…
Úff… fyrir tvem símum síðan, átti ég hlunk, svona Nokia 5110. Síðan lenti hann í þvottavélinni en hann lifði það bara vel af :D Varð bara betri fyrir vikið
Ég hef aldrei týnt síma, aldrei fjárfest í slíku apparati, en þrátt fyrir það hef ég átt fleiri en 6 síma… Allir ennþá í heilu lagi, þótt ég hafi stundum óvart misst þá í jörðina eða lent í svipuðu óhappi… En aldrei hafa þeir lent í pollo, klósetti, baðkari og síst af öllu þvottavél. Hvernig fórstu að þessu? :)
sko, það kom lús og þurfti að frysta allt og ég gleymdi honum í vasanum…. svo með að skella bílhurð á hann þá var ég með hann í úlpuvasa með ekki rennt upp og ég skellti bara hurðinni óvart á hann…
Afþví að msnið mitt er vængefið… ég sé inná eins og ég sé inná, held bara að ég eigi enga vini en samt er ég útá… fattaru? Haha :P Ég veit hvað þú færð í jólagjöf frá múttu þinni ;)
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..