Hah! Nei. Helvítis kettir. Alltaf sí klórandi og bítandi. Einu sinni sat ég með kött í fanginu og var í hinum mestu makindum að horfa á sjónvarpið. Ég HREYFÐI mig ekki en síðan allt í einu teygði hann sig í höndina á mér og rak tennurnar í hana svo það myndaðist svona klór-ör. Ég sem var búin að gefa honum að borða og klappa honum i allt kvöld. Viltu sjá örið?
Hundar eru hinsvegar hin bestu dýr, glefsa kannski í mann af og til meðan þeir eru ennþá hvolpar en þeir gera það bara laust og eru ekki með nógu beittar tennur til að meiða mann óvart. Það eru helvítis kettirnir sem eru vondir! Ég er viss um að þessi köttur beit mig af ásettu ráði, vildi smakka blóð mitt, enda er ég með 1. flokks blóð í æðum mínum.