Hvenær ætlarðu eiginlega að breyta Command & Conquer áhugamálinu? Þú ert búinn að fá nokkur mail um þetta. Þetta áhugamál er held ég án gríns dauðasta (það er reyndar ekki hægt að beygja dauður en ég geri það samt) áhugamálið hérna á Huga.

Seinasti korkurinn á Emperor áhugamálinu kom í Ágúst og þá var það bara tilkynning um það að þetta væri 100. korkurinn á þeim kork.
C&C korkurinn er kannski ekki algjörlega dauður þó að líði alltaf tveir eða fleiri dagar á milli korka þar.
Greinarnar eru ennþá verri. Það er ein grein fyrir hvern mánuð og það nær alveg aftur til janúar. Það er ein grein inn á listanum sem að er frá janúar, júní greinin var um það að C&C samfélagið væri að deyja út og nóvember greinin heitir Hugmyndir um Strategy Áhugamálið og er eftir einhvern snilling sem heitir Juggernaut. Það myndi ekki skaða neinn ef að þú myndir breyta þessu en bara hafa C&C kork þarna. Áhugamál um Strategy leiki myndi vera ROSALEGA vinsælt. Ég er alveg 100% á því. Rome: Total War, Battle for Middle-Earth, Pirates! og það eru margir sem að spila Civilization 3 ennþá og svo er 4 að koma snemma á næsta ári. Armies of Exigo er í öðru sæti yfir vinsælustu strategy leikina í Bandaríkjunum og svo er Playboy: Mansion að koma á næsta ári og hann flokkast undir strategy leiki. Svo má ekki gleyma Age of seríunni. Ég fjallaði um flest af þessu í greininni minni.

Viltu gera það fyrir mig og alla Strategy leikja áðdáendur að breyta þessu helvítis áhugamáli? Við yrðum mjög þakklátir.