Fordómafulla fíflið þitt :) Ég skal aðeins leiðrétta þig…
Jú, ég get nefnilega svolítið sagt til um hvernig tónlist þeir hlusta á.
Hversu marga þekkir þú sem að hafa tekið þátt í svona keppni ?
Ég þekki þrjá stráka sem að hafa tekið þátt í svona keppni. Einn var mest fyrir rapp, annar aðallega fyrir rokk, og já svo einn sem var mest fyrir píkupopp. Þó að þessir strákar séu oft svipaðir í útliti þá er ekkert sem að bendir til þess að þeir séu með svipaða persónuleika.
og svo þróar maður persónuleika sinn eftir tónlistinni, og þarafleiðandi útlitið.
Nú ? Ekki geri ég það. Þú kallar mig fífl þegar þú ert sjálfur að fylgja ákveðnum straumi. Kannski þróar þú persónuleikann þinn miða við hvernig þjóðfélagið segi að þú eigir að vera eftir þínum tónlistarsmekk, en ég fer ekki þá leið. Ég hef aldrei látt tónlist stjórna útliti mínu og persónuleika, eða að láta útlit mitt og persónuleika stjórna því hvaða tónlist ég hlusta á. Þó að þú gerir þetta þá getur þú ekki alhæft það yfir alla. Gott dæmi er þegar ég var unglingur, þá var ég í skopparatískunni þó ég væri Britney Spears aðdáandi og hlustaði aðallega á píkupopp. Ég fílaði píkupopp og skopparaföt og fannst engin ástæða vera til þess að velja á milli þeirra.
Það sést t.d. á mér langar leiðir hvernig tónlist ég aðhyllist, sömuleiðis sést á þessum gaurum þarna hvernig tónlist þeir vilja.
Fordómar, fordómar og AFTUR fordómar. Þetta er jafn fáránlegt og að segja að allir svertingjar á Íslandi séu frá fátækrahverfum í Bandaríkjunum eða Afríku.
Þú hefur hingað til ekki komið með neinar sannanir fyrir því að þessir strákar séu að hlusta á FM 957. Hvað eru þetta annað en fordómar þá ?
Ímynd íslenskra karlmanna er meiri svona … víkingur.
Ekki einhver grindhoraður snyrtipinni sem vill snyrtivörur fyrir að vinna fegurðarkeppni.
Og hver ákvað það ? Ég veit ekki betur en það séu mikið fleiri “snyrtipinnar” heldur en víkingar á Íslandi í dag. Annars þá eru ekki allir þessir strákar grindhoraðir, þó þeir séu reyndar mjórri í ár en vanalega. Vanalega hafa þessir strákar verið frekar stæltir og breiðir.
Nema að sjálfsögðu ef þeir hafa ekki kynnst tónlist og eru bara að fylgja meginstraumnum.
Hvernig getur það verið að fylgja “meginstraumnum” að hlusta á FM 957 ? Ég veit ekki betur en það séu fleirri rokkarar á Íslandi en hnakkar. Ég t.d. sem er 19 ára karlmaður er alls ekki að fylgja neinum “meginstraum” með því að hlusta á píkupopp. Ég er einmitt að synda á móti straumnum fyrir minn persónulega smekk.
Þessi hnakka-ímynd er sú ímynd sem sölumenn vilja telja þér trú um að sé góð og holl.
Næstum allt í okkar þjóðfélagi í dag byggist á því að selja eitthvað. Svona virkar okkar dásamlega þjóðfélag með bestu lífsgæði sem hægt er að finna. Ég bara skil ekki hvað á að vera svona slæmt við að reyna að selja þessa ímynd. Það er ekkert verra en að reyna að selja aðrar ímyndir.
Ef þú heldur að þetta sé eina ímyndin sem er verið að reyna að selja þá ertu í rosalegri afneitun. Nánast allt sem þú fílar (sem er öfugt við hnakkanna) er líka verið að reyna að selja á fullu.
Þeir eru að selja þér sína ónauðsynlegu og dýru vöru, og þú kaupir hana af fúsum og frjálsum vilja með glöðu geði.
Það er verið að hafa þig að fífli skuggi.
Ég horfði ekki á þessa keppni og hef ekki keypt neinar vörur frá þeim. Bara svo það sé á hreinu.
Ástæður fyrir því að ég hef ekki mína eigin keppni eru þær að svona keppnir eru sorglegar og að meginstrauminum er stjórnað af þeim sem eru að selja vöruna sína, og þetta er meginstraums-keppni.
Hvað er að því að fylgja meginstraumi ? Er það rangt af því að þú persónulega ert ekki að fíla það ? Fólk er að fylgja þessu af fúsum og frjálsum vilja eins og þú sagðir, hvern er verið að særa ?
Ég mæli með því að þú takir hausinn út úr rassgatinu þínu, hættir með þessu kjánalega “fight the power” dæmi sem ég hélt að aðeins 12 ára Eminem aðdáendur væru að fylgja. Og sjá heiminn eins og hann er en ekki með þínu þröngsýnu sjón á heiminum!