Það er svo gaman að leggja mikla vinnu í eitthvað og fá að sjá árangur. Það er það sem gerir lífið gott.
Það er ekkert gott að vera einhver ríkur snobbkrakki sem að fæðist með silfurskeið í munninum og þarf aldrei að gera neitt. Einnig ekki gott að fæðast í fátæku landi þar sem fólk fær ekki tækifæri á að mennta sig.
Að vera í miðstétt í ríku þjóðfélagi eins og Íslandi er að mínu mati besta líf sem hægt er að fá.
það sem ég þoli ekki er að leggja þvílíka vinnu í eitthvað t.d. læra undir próf og fá svo lágt þótt maður hefði haldið að maður fengi hærra :/ þá er maður komin með væntingar og vonbrigði
Ég er alveg sammála. Gaman að fá góðar einkunnir þegar maður hefur virkilega lagt sig fram við lesturinn.
Mér finnst líka gaman í prófum! Kannski gerir það mig að nörd, en mér er sama. Próf eru svo skemmtileg þegar maður hefur lesið fyrir þau og kann vel það sem er verið að spyrja um. :)
Að þú sért ekki eðlilegur. Flestir(þá er ég að tala um unglinga) hlakka nú ekkert til prófs og eru ekkert æstir í próflesturinn. Það er ekki allt í lagi þegar fólk finnst gaman að læra undir próf(nema þetta sé skemmtilegt fag kannski) og skemmta sér mest í skólanum.
GRRR.. >:[ Er að fara í frekar súrt próf núna kl 13.30 :) Flettir upp á einum hlut til að læra… finnur 2-3 aðra sem maður þarf að læra.. vindur endalaust upp á sig :@
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..