Jújú… vissulega gæti ég varið tíma mínum í eitthvað skynsamlegra en að reyna að betra heiminn með þeim aðferðum sem ég tel bestar, en ég er náttúrulega nýkominn í jólafrí, þannig að maður er kannski í eilítið annarlegu ástandi núna. Ég meina.. hvað á maður annars að gera? Það er ekkert próf til að læra fyrir fyrr en í maí. ;)
En burtséð frá því, þá vík ég ekki frá þeirri skoðun minni að fordómar og alhæfingar, í hvaða formi sem er og af hvaða stærðargráðu sem er, eiga aldrei rétt á sér. Mér er sama þótt ég komi ekki til með að breyta neinu með því að láta þessar skoðanir mínar í ljós. Ég áorka það þó að minnsta kosti að öðlast eilítinn vott af sálarró… og þó það séu einu afleiðingar skrifa minna, þá er ég sáttur. Það væri þó óskandi að einhver myndi sjá villu síns vegar og athuga aðeins sinn gang… sér í lagi sé einstaklingur þessi langt á veg leiddur með rangskoðanir sínar (að ég tel), en hvort úr því verður þegar upp er staðið veit ég ekki og því, elsku kallinn minn, hef ég ákveðið að láta bara hér staðar numið.
Og fara að sofa.
Eigðu góðar stundir yfir hátíðirnar. :*