Ef við tökum dæmi- Gibson Les Paul.(classic held ég að hann heiti)
Þar er tvískipt body, þétt, þungt og heilt mahogany/mahóní í bakinu. Þetta er þykkara lagið af tveimur og gefur góðann, hæfilega djúpan tón og gott “sustain”. Efra lagið er, að ég held hægt að fá úr mismunandi tegundum, en þetta er þunnt efra lag á gítarinn sem lúkkið er sett á, t.d. sunburst, gold eða eitthvað logo. Úr efra laginu fæst jöfnun í tóninn á móti hinum djúpa sem kemur frá aftara laginu. Sem dæmi um viði sem gætu komið til greina eru birki/birch, beyki/beach, hlynur/maple og svo ýmislegar fleiri viðartegundir sem eru hæfilega þéttar en ekki eins og harðviðurinn mahogany/mahóní.
Epiphone Les Paul er hins vegar, að mig minnir með einhvern annan við í aftara og þykkara laginu. Þannig verður tónninn úr magnaranum ekki jafn “punchy” og aðeins meira “æpandi”.
Einnig er rafkerfi Gibson gítara örlítið vandaðra, þ.e. það ætti að endast lengur og minna feedback, þó svo að rafkerfi Epiphone sé alls ekki slæmt, og halra lítill munur t.d. á feedbackinu á milli Gibson Les Paul og Epiphone Les Paul.
Háls Gibson Les Paul er líka til í fleiri útgáfum en hjá Epiphone og þannig fást meiri útfærslur, og líklegra að hægt sé að finna gítar sem hentar lófa hvers og eins. Einnig er eitt sem ég hef tekið eftir við GLP, þar er höfuð hálsins ekki mjórra í miðjunni, en á ELP er þar örlítil sveigja. Ég held að þetta hafi engin bein áhrif á hljóð, en ef mikið er verið að skipta á milli opinna stillinga og verið að fara upp og niður um einhver tónbil, þá ætti Gibson útfærslan að vera áreiðanlegri og gera það að verkum að gítar er auðstillanlegri.
Síðan held ég að það sé smá munur á litlu nöbbunum á body-inu, áður en pickup-arnir koma. Þeir eru stillanlegir og hafa áhrif á tóninn (fine tuning, þeir koma með standard tuning úr verksmiðjunni) og mig minnir að ég hafi lesið að þeir hjá Gibson noti annað patent en Epiphone(og að sjálfsögðu hlýtur það að vera betra frá Gibson)
Svo er náttúrulega stór kostur sem Gibson hefur fram yfir Epihpone…
Það stendur Gibson á höfði hálsins, ekki Epiphone.
—Þetta svar er byggt á þekkingu minni á ýmsum viðartegundum og persónulegri reynslu af að prófa gítara í gítarverzlunu, auk þess sem ég hefi blaðað í bæklingum. Annars er mikið af þessu komið frá gítarleikaranum í hljómsveitinni minni, en hann notar einmitt Les Paul og virðist vita furðu mikið um þá (fetish,anyone?). Sjálfur er ég trommari :p
Virðingarfyllst og með von um að svarið sé nógu nákvæmt…og rétt
Estorriyol