Hmmm. Látum oss sjá.
Hefur þú hlustað á plötuna The Wall? Skilur þú eitthvað hvað hún þýðir? Heldurðu að þetta sé bara ‘revolution, yeah!’ lag?
Þar hefur þú rangt fyrir þér.
Pink Floyd eru einu tónlistarmenn jarðar sem hafa nokkurn tíman notað sér almennilega plötuformið og geta talist virkilegir listamenn. Diskarnir þeirra eru sögur, epískar sögur. Heldur þú að Another Brick In The Wall Part 2 sé bara einhver óður til uppreisnargjarnra, bólugrafna unglinga? Svo sannarlega ekki. Þetta lag hæðist að öllu slíku. Þetta fjallar um uppreisn listamanns gegn þeim gildum sem binda hann niður, en enda alltaf á því að sigra hann aftur.
Korn er samansafn öskurapa og tóndaufra grasasna sem gætu ekki samið texta til að bjarga sér út úr grunnskóla.
Pink Floyd inniheldur frábæran trommara og bassaleikara, besta textahöfund allra tíma að mínu mati og svo einn rosalegasta gítarista sögunnar.
Svo kemur það niður á einn hlut: Það sem Korn gerir er að búa til útgáfur af lögum sem eru án allrar merkingar fyrir ungdóm sem er ekkert fyrir merkingar og meira fyrir öskur og uppreisn án ástæðu. Svosem skemmtilegt markmið hjá þeim, og ég gæti næstum virt það, ef þeir bara niðurlægðu eitthvað annað en Pink Floyd. Metallica - mér er nokk sama. Sami hópur og Korn aðdáendur. En Floyd - þeir eru eina bandið sem ég veit um sem vann út frá einhverskonar alvarlegum heimspekilegum grundvelli að tónlist sinni. Þeir eru algjörlega ósnertanlegir.
She's well acquainted with the touch of the velvet hand, like a lizard on a windowpane
shelob…þetta finnst ÞÉR! algjörlega þín skoðun og örugglega margra fleiri, en samt, þú átt engan rétt á að rakka fólk niður fyrir að hlusta ekki á sömu tónlist og þú.
Sannleikurinner sá að ekkert er jafn fyrirlitlegt og fólk sem getur ekki skynjað þetta. Þegar fólk rakkar niður uppáhalds hljómsveitina mína, þá fer ég ekki að hugsa um hvað viðkomandi einstaklingur sé vitskertur og glataður, heldur einfaldlega þetta: “Já, þessi einstaklingur ólst ekki upp við sömu aðstæður og ég, hefur í sér önnur gen, og hefur aðrar skoðanir.” ef þú ætlar að ná eitthvað í lífinu þá skaltu tileinka þér þetta.
0