Ég veit vel að undirskriftarlisti fær ekki einhvern stjórnarformann símans til að vakna og hugsa; “nei heyrðu það eru einhverjir 4000 manns á undirskriftarlista að mótmæla gjaldtöku fyrir erlent niðurhal, við verðum að afnema það!”. Engu síðar sýna svona lista mikla samstöðu í mótmælum á meðal þeirra sem að eru óánægðir með þetta, og leiðir oft til umfjöllunar td. í fjölmiðlum og yfir netið, sem að vekur enn fleiri til umhugsunar um málið. Svo ef þið eruð fylgjandi tilgangi undirskriftarlistans, skrifið þá undir, sama hvort þetta geri e-ð gagn eður ei.