Hér kemur copy paste af tilkynninu frá netverjasamtökunum Netfrelsi [netfrelsi.is];

————–
Í tilefni þess að 10. desember eru 4 ár liðin frá því að Síminn byrjaði að rukka fyrir erlend niðurhal höfum við hjá Netfrelsi ákveðið að safna undirskriftum undir mótmæli gegn óbreyttri áframhaldandi innheimtu og skila til Símans þann 10. þessa mánaðar.

Íslendingar dragast aftur úr í þróun Netsins með þessari gjaldtöku þar sem við þurfum alltaf að vera með það á bak við eyrað að þegar við förum á erlendar síður þá borgum við fyrir þau megabæt sem eru umfram það magn sem innifalið í okkar þjónustusamningi.

Við vonum að með þessum mótmælum sjái netveitur vilja viðskiptavina sinna og reyni að koma til móts við okkur. Því fleiri sem að skrifa undir mótmælin þeim mun marktækari verða þau.

Mótmælin má finna hér: http://www.netfrelsi.is/motmaeli/



Þetta er málefni sem varðar okkur öll og koma við budduna hjá okkur netnotendum í hverjum mánuði.

Með baráttukveðjum,
Stjórn Netfrelsis
www.netfrelsi.is
————–

Í stuttu máli;
Fyrir þá sem að er löngu orðnir þreyttir á þessari þvælu á meðan síminn er rekinn í milljarða hagnaði á ári hverju, þá fariði einfaldlega á http://www.netfrelsi.is/motmaeli/ , skrifið fullt nafn og email adressu, farið og skoðið tölvupóstinn ykkar til þess að staðfesta undirskriftina og þið eruð komin á undirskriftarlistann sem verður afhentur Símanum 10. des.