Hvað er að?
Ég missti allt í einu ALLAN áhuga á ÖLLUM tölvuleikjum. Það er ekki svo langt síðan að ég fékk Half-Life 2, Rome: Total War, Ratchet & Clank 3 og GTA: SA (keypti HL2 og SA dagana sem þeir komu út) og ég er ekki búinn með neinn af þeim (búinn með söguþráðinn í SA en fullt af skemmtilegu dóti eftir) en ég er algjörlega búinn að missa ALLAN áhuga á þeim. Þetta byrjaði hægt og hægt. Fyrst fannst mér frekar leiðinlegt í öllum leikjum og svo núna finnst mér bara hundleiðinlegt í þeim. Eins og þegar ég hugsa núna um World of Warcraft sem að mér hlakkaði rosalega í en finn ekki fyrir neinni tilhlökkun núna. HVAÐ Í FJANDANUM ER MÁLIÐ? Hefur einhver annar fengið þetta?