Hver man ekki eftir laginu “skólarapp” með Rokklingunum? Ég var búinn að steingleyma þessu lagi en var að heyra það núna og vááá… snilld.
Textabrot: “Hér í skólanum er skemmtilegt að vera
það er skrambimargt, sem hér er hægt að gera!
Það er ýkt, það er kúl og algjört æði
það er ýkt ef við röppum í landafræði!”
“Ef við klöppum saman höndum
og á höfðinu við stöndum
verðum töffarar framávið
að taka sporið saman svona… aPú tsja a púpútsja!”
“Suður í afríku eru ljón en í kína eru grjón”
Ofl ofl…. mæli með þessu lagi.