Ég þoli ekki/hata/er ílla við:

Fólk með Sirry, sumt fólkið sem kemur til Sirry og eru með eitthvað feministabull, listir og kynningar. Td. Kynning á göngustöfum!

Mannlíf, Nýtt líf og öll þessi “konublöð” sem fjalla um einn og annann hátt um hvernig er hægt að bæta eitthvað (í flestum tilfellum eitthvað sem tengist karlmönnum) eða duglegar konur.

Þessar setningar: “20 leiðir til að bæta hjónabandið” “30 leiðir til að bæta manninn í rúminu” “20 fegrunarleiðir” “20 leiðir til að gera þetta!”

Útlendinga sem vilja ekki aðlagast umhverfinu! Ég veit ekki hvort ég sé rasisti útaf því, en ég þoli ekki útlendinga sem koma til Íslands eða bara Norðurlandanna allt í allt og vilja ekki aðlaga sig. Ég hef nokkrum sinnum farið til Svíþjóðar og í öll skiptin voru einhverjir innflytjendur hótandi að drepa mann.

“Dauðafólkadýrkun”… Fann ekki betra orð yfir það. En vá, allir þessir menn sem voru til fyrir hundruð árum og gerðu lítið en að semja einhver ljóð og drepa eða nauðga fólki!
Sjáið fyrir ykkur kenanrann segja eftir 200 ár: “Í dag ætlum við að lesa um Steingrím Njálsson og æsku hans, einnig ætlum við að lesa ljóðin hans og svo verðið þið prófuð upp úr þessu”
Ég er ekki að tala um allt dautt fólk… en sumt.

Setninguna “Af því bara”.

Bernie Mac.

Tísku og þegar það er verið að tala um hvað sé “inni” núna.

Fólk sem talar um “unglinga”tísku… Td. fimmtug kelling að segja “Leðurgrifflur eru mjög inni og þykja voða kúl hjá unglingum í dag”.

Konur sem vilja hrós útaf því að þær gátu eitthvað sem karlmenn geta, td. að vinna við ákveðin störf eða að parketleggja.