Tímamót í netsögu Íslands segja forsvarsmenn fyrirtækisins IPNets, sem bjóða nú fyrstir allra ótakmarkað niðurhal frá útlöndum. Hjá öðrum netþjónustufyrirtækjum eru menn þó fullir efasemda.
Undanfarna daga hefur mátt sjá auglýsingar frá fyrirtækinu HIVE, þar sem boðið er upp á ókeypis, ótakmarkað download, eða niðurhal eins og það heitir á íslensku. Fram til þessa hafa flestir ef ekki allir íslensku netþjónustuaðilarnir aðeins selt ákveðið gagnamagn með ADSL-tilboðum sínum, svo að þeir sem heimsækja erlendar heimasíður mikið og hala sér niður efni af erlendum netþjónum hafa oft þurft að greiða gjald fyrir umframmagn. En hjá IPNeti, sem á og rekur HIVE, segja menn slíka gjaldtöku óþarfa.
Talsmenn annarra, stórra netfyrirtækja segja þetta þó ekki jafnmikið gylliboð og HIVE-menn vilja meina. Pétur Pétursson, talsmaður Ogs Vodafones, sem er að líkindum móðurfélag Stöðvar 2, sagði menn þar á bæ hafa reiknað út að allt að níu af tíu netnotendum færu betur út úr því að nota tilboð þess fyrirtækis, þar sem þeir höluðu ekki það mikið af erlendum gögnum niður. Að auki biði Og Vodafone betra samband við útlönd og varasamband.
Ekki náðist í talsmann Símans í dag þrátt fyrir margítrekaðar tilraunir.
Þetta stóð á Vísi..afhverju eru OG Vodafone að segja þetta. Samkeppni???..OGV eru nú ekki samkeppnishæfir. Engin þjónusta.