Það er rökvilla að tala um 0°C sem núllpunkt hitaskalans. Ef þú villt finna einhvern raunverulegann núllpunkt þá væri nær að tala um 0 K sem er um það bil -273°C. Það segir jafnframt sjálft að ef þú ert með enga stærð þá getur hvorki margfaldað hana né helmingað. Svo setningin væri marklaus ef þú ert að tala um 0 K. Þegar þú talar um helminginn af einhverju er rökrétt að ætla að þú meinir muninn á einhverjum tveimur viðmiðunnar stærðum. Ef veðurfréttamaður segir þetta þá geta hinu ýmsu viðmiðunnarstærðir komið til greina. Ef hann miðar við hita dagsins í dag (sem er 0°C) og síðann hinn eiginlega núllpunkt (-273°C) þá væri helmingunarhitinn væntalega: -136,5°C.
Verður það að teljast óviðunandi niðurstaða. Veðurfræðingurinn er viti sínu fjær. Líklegast er að hann hafi í einhverju bríeríi ruglað saman plánetunni Plútó og plánetunni Tellus. Er þá enginn furða að útkoman verði bjöguð. Slík vísindalega villa myndi rýja hvurn lærðan mann öllum áreiðanleika.
Ég hefði ekki getað orðað þetta betur. Það er alveg augljóst að ef veðurfræðingur segir að hitinn verði helmingi lægri daginn eftir þá þurfi loftslag heimsins að breytast ansi snöggt og yfir í ansi harðar aðstæður, og ég sé það bara ekki gerast á meðan sólin heldur áfram að brenna og Tellus er svona stutt frá henni.
Já, en Fantasía, 0°C er ekki raunverulegt núll á hitaskalanum. Og hann spyr hversu mikill hitinn verður… svo væntalega þurfum við að bera hann saman við hinn náttúrulega núllpunkt hitaskalans, að notast við önnur viðmið væri rökvilla.
Ef 0°C væri minnsti hugsanlegi hiti þá væri það rétt að helmingurinn af honum væri líka núll, því 0/2=0, eins og þú bentir svo réttilega á.
Á hvaða skala á að mæla núll hita stig? Celsíus eða Kalvín? þegar maður er á íslandi er aðeins notað við Celsíus og 0 á celíusmælikvarða er þegar H2O frýs. 100 er þegar vatnið gufar upp og -273 á C. Er þegar alla frumeindir hætta ða hreyfast.
Það hvenær vatn frýs kemur almennri skilgreiningu á hita ekkert við. Þess vegna er ekki hægt að nota celsíus kvarðan sem viðmið. ÞVí þótt vatn frjósi við þetta hitastig þá er langt því frá að það sé alra minnsta hitastig. Stærðfræðilegir eiginleika fyrirbæris í núllstöðu kemur því ekki fram í þessu tilfeli fyrr en þú nærð alkuli. Ef þú værir hins vegar að tala um stærðfræðilegaeiginleika dívetnishýdroxíðs í vökvafasa í núllstöðu eftir 0°C verið rétt. Því hefði verið hægt að segja: Hvenær er vatn í vökvfasa helmingikaldara en 0°C? Þá hefði verið rétt að segja 0°C því 0/2=0. Því vatnið verður ekki lægra í vökvafasa. Ef það yrði eitthvað lægra krystallast það og fer í fast form (það yrði því ekki lengur í vökvafasa og spurning nær bara yfir það form). Svona setur celsíuskvarðinn okkur þröngt skorður. Hann segir okkur í rauninni ekkert almennt um hitastig fyrir utan það að hann skilgreinir ákveðna viðmiðunar einingu. HAnn er meira að segja svo lélegur í að segja okkur til um hitastig að fyrrnefnt dæmi gildir aðeins um vökvafasann. Ef við tölum um vatn almennt þá myndi 0punkturinn færast aftur í -273°C og vatn helmingi kaldara en 0°C væri þá -136,5°C aftur.
Þú verður bara að afsaka það að ég bjó ekki til celsíus mælikvarðan, kalvín né alkul mælikvarðan og jú, kennsla í skólum landsins hefur aldrei verið góð svo að hvað ætti ég að vita?
Þar sem celcius kvarðinn er algjört frat, þá reikna ég með því að hann hafi verið að tala um Kelvin þarna. Þannig að maður breytir fyrst í K.
0°C = 273 K
og þá tekur maður bara helminginn af því 273/2 = 136,5 K
Þannig að hitinn verður -136°C. Þá er ágætt að flytja aftur til jarðarinnar því það sökkar að eiga heima á einhverri ísplánetu. Annaðhvort það eða þessi veðurfræðingur er fullur af skít.
Sko, 0 gráður á Celsíus er jafnt og 32,0018 gráður á Farenheit. 32,0018 á Farenheit í dag og helmingi kaldara á morgun => þá verður 16,0009 á Farenheit á morgun sem jafngildir ==== -8,8894 gráður á Celsíus. Jess!!!
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..