Sæll nafni,
Ég keypti Acer skjávarpa hjá Tölvulistanum fyrir c.a mánuði síðan. Hann heitir Acer PD521 og kostaði 159.900 kall.
Ég hef hvergi annarsstaðar séð varpa með þessum spekkum á svona lágu verði.
Hann er með “alvöru” tölvuupplausn (1024x768), 2000 lumens og notar DLP tækni í stað LCD sem tryggir mun skarpari liti og contrast og lengri endingu.
Svo heyrist ekki múkk í honum.
Eini gallinn er peruendingin sem er gefin upp 2000klst, en ef maður stillir hann á ECO mode, þá dugar peran í 3000klst og hann fer í 1600 lumens og bara 27db. Ég hef verið með minn á ECO mode frá upphafi, virkar prýðilega.
Ef þú vilt hafa “alvöru” tölvuupplausn, þá held ég að þú finnir ekki betri díl en þetta. Ef þú ætlar bara að nota hann fyrir heimabíó, þá geturðu eflaust fundið einhvern með lægri upplausn og jafnvel native widescreen, á minni pening.
Ég er a.m.k voða happy camper eftir að ég keypti þennan.