Er ekki verið að gera aðeins of mikið úr þessu? Ókei ókei, það er eldur þarna - en kommon, það er látið eins og það hafi gosið upp eldgos uppúr Hallgrímskirkju!

Á leiðinni í skólann heyrði ég fréttir í útvarpinu og þar sagði fréttakonan; ‘Hildur B. Friðriksdóttir leit út um gluggann klukkan hálfellefu og uppgötvaði mikinn reyk, hún sá þá lögreglubíla koma að sér og gerði sig tilbúna fyrir brottför sem hún mun muna eftir alla sína ævi’ og þá kom einhvern gömul kelling í viðtað ‘Já, þetta er algjört ævintýri!’ - og þetta endurtók sig þrisvar með öðru fólki, minnir eilítið á eldgosið 63 í Vestmannaeyjum.

Það er vissulega slæmt að það sé eldur þarna og eiturgufur á sveimi - en lesið fréttirnar á mbl.is og fl. miðlum og berið þær við fréttir sem myndu koma ef sýklavopni yrði beitt á Reykjavík, eða ef Hallgrímskirkja yrði bombuð til grunna.

AÐEINS of dramatískt.