Metallica myndi ekki ná að fylla Egilshöll aftur, ekki séns, nógu tæpt var það í fyrra skiptið. Iron Maiden, AC/DC og Slipknot myndu aldrei fylla hana heldur og það sama má segja um Rammstein.
Það eru í raun bara örfáar hljómsveitir og tónlistarmenn sem gætu fyllt Egilshöll. Metallica tókst það svona nokkurn veginn í ár en næðu því ekki aftur, a.m.k. ekki í bráð.
Eminem, Bob Dylan, U2, Radiohead, Rolling Stones, hugsanlega Red Hot Chili Peppers og Britney Spears. Punktur. Aðrir artistar fylla ekki þessa höll eins og staðan er í dag.
Iron Maiden, AC/DC, Slipknot, Snoop Doggy Dogg, David Bowie, System Of A Down, Beastie Boys og OutKast falla í flokk með Rammstein sem artistar sem gætu fyllt Egilshöll í tónleikasvelti eins og Rammstein tókst að gera hér um árið þegar þeir seldu 11 þúsund miða á örfáum klukkustundum og hefðu auðveldlega getað selt 15 þús. Þetta myndi ekki gerast í dag þar sem tónleikaframboðið er einfaldlega orðið svo gott að fólk þarf ekki að fjölmenna á alla tónleika sem eru haldnir.