Jæja, ég skal segja þér hvernig ég hef upplifað rasismann…
Systir min, aðeins um 3ja mánaða gömul fékk slæman hósta. Nánartiltekið kíghósta. Móðir mín fór með hana á milli lækna, þar sem lá við að hún dæi, vegna þess að 3ja mánaða gamallt barn hefur auðvitað ekki nærri því nógu þroskuð öndunarfæri. Það eina svar sem hún fékk, eftir að læknirinn komst að því að hún talaði ekki pörfekta dönsku,: “Det er bare en slem hoste.”
Tíminn leið og við fórum að heimsækja Frónið. Enn var sú litla oft í andanauð, en læknarnir sögðuð enn að hún þetta væri bara slæmur hósti. Við vorum íslendingar, við fáum ekki sömu þjónustuna. Þegar á Frónið var komið, rauk móðir mín með hana til barnalæknis og trompaðist sá læknir. Sú stutta var enn með kíghóstan og kvöldið áður hafði nú nánast látist vegna þess að slím stíflaði öndveg hennar.
Sá læknir, sem mikill maður er, trompaðist vegna þess að læknarnir höfðu ekki greint hana með kíghósta. Sú stutta þurfti að fara í þriggja daga einangrun, mátti ekki hitta neinn og á mega-über-Süber lyf til að ná honum niður, hóstanum. EN auðvitað, þá þótti dönskum læknum svo ógurlega erfitt að greina kíghóstann. Þeir sáu hana bara í andnauð og hóstakasti, “men det er kun en slem hoste”…
Rasmismi danmerkur- hinnar litlu, kostaði nánast líf systur minnar. Ekki finnst mér það sniðugt…
þú vilt ekki fá rasmismann á móti þér þegar þú ferð til útlanda, ekki vera rasisti við útlendingar hér á íslandi…