Ég er með tattoo með kínverska tákninu yíng sem þýðir haukur á öxlinni (ég heiti Haukur).
Svo kom þessi helvítis auglýsing (sprite?) og núna er alltaf spurt hvort að þetta þýði ekki núðlusúpa eða eitthvað þannig.
Ég hef farið tvisvar til Asíu og er að læra kínversku, svo að þetta er ekki alveg jafn mikið rugl og þegar fólk fær sér tattoo sem þýða eilíft líf eða dreki eða eitthvað þannig.
Tattoo á að vera eitthvað sem einkennir mann, finnst mér, ekki bara eitthvað random tískufyrirbæri.