Djöfull er ég pirraður á þessi Half-Life 2 Steam KJAFTÆÐI!!!
Ég keypti Half-Life 2 í gær og allt í góðu með það, og leikurinn sjálfur er frábær. En það er bara eitt sem spillir svolítið mikið fyrir.
Og það er þetta Steam bull. Það er ekki hægt að spila leikinn án þess að installa Steam. Það er ekki hægt að spila leikinn í singleplayer án þess að hafa internet tengingu.
Gott og vel. Ég vissi af þessu áður og var alveg búinn að sætta mig við það (enda var Valve ekkert að leyna þessu fyrir neinum).
En það sem fer í taugarnar á mér, það sem lét mig pósta þessu, er að ÞAÐ ÞARF SAMT AÐ HAFA FOKKING HELVÍTIS DISKINN Í DRIFINU!!!
Af hverju í fokking andskotanum þarf að hafa diskinn í drifinu, þegar þeir eru með svona “internet activation” þannig að það er ekki auðvelt að spila leikinn án þess að “eiga” hann? Voru þeir að lemja sig í hausinn þegar þeim datt þetta í hug? Það ætti að taka þann sem samþykkti þetta, og … tjah, ég held að það sem kæmi hér væri of gróft fyrir internetið þannig að ég ætla bara að sleppa við að skrifa um það.
En sem sagt,
VALVE MÁ BRENNA Í HELVÍTI OG SJÚGA FEITAN GÖLT!!!
Afsakið öll orðbrögðin en mér fannst þau bara nauðsynleg til að sýna fram á pirring minn í þessu máli.