Ástæðan fyrir því að mér finnst hún svo leiðinleg eru einmitt kennararnir !!! Ég var alltaf löngu búin að klára bækurnar á undan bekknum og þá var alltaf lagður haugur af aukaverkefnum á mann! Ekki það að ég hafði eitthvað á móti því enn þau voru bara svo óhóflega leiðinleg.
Ég kunni nú ng regluna í 1. bekk sem kom mörgum á óvart og ég man eins og það hafi verið í gær þegar ég lærði hana. Ég var að labba í bankan ásamt ástríkum og öldruðum föður mínum og ég spyr hann: faðir, af hverju er ekki á í “banki” og hann svarar mér elskulega: þar kemur ng reglan inní sonur sæll! Og það var þá sem að hann sagði mér frá henni.
Ég ætla taka það fram að við feðgarnir eru ekki svona, ég kalla hann ekki föður minn né pabba! Hann heitir Óskar og skal vera kallaður Óskar honum finnst það ömurlegt að ég skuli kalla hann það og í hefndarskyni kallar hann mig Óla(ég heiti sko ekki Óli heldur Borgþór:)! Síðan tölum við meira um hvernig við ætlum að lemja hvorn annan í staðinn fyrir málfræði þó að þessi saga skéði nú í alvöru bara ekki svona formlega :D