Þar sem lítið sem enginn kennari mætti til vinnu í morgun þá er búin að vera svolítil umræða um það hérna á Huga. Ég var að tala við bróðir minn um þetta í gær…
Bróðir minn, Páll Sveinsson, er kennari. Hann er að spila á trommur í hljómsveitinni Í Svörtum Fötum og græðir ágætlega á því.
En málið er að ef hann væri ekki að fá þennan pening fyrir spilamennskuna fengi hann ekki nægan pening til að fæða fjölskyldu sína! Þrátt fyrir að kona hanns sé líka að vinna þá væri það SAMT ekki nóg!
Hann er búinn að borga yfir 1 og hálfa milljón til að stunda 7 ára háskólanám til að geta orðið kennari, samt er hann að græða jafn mikið og krakki sem hefði aldrei lært neitt, bara farið strax að vinna 16 ára!
Það eru ekki allir kennarar jafn heppnir og hann með að græða svona á öðru starfi…
Það er ekki hægt að bjóða kennurum þetta!
Varð bara að segja frá þessu þar sem sumir virðast hafa átt bágt með að skilja aðstöðu kennara.