Ég fór einmitt til Skotlands, og sá svona viskí brugghús, sem var í raun safn og fór í kynningartúr, þetta er gert á svipaðan hátt og flest áfengi, þ.e. bjór t.d., nema þetta er látið liggja í tunnum lengi, bragðið og liturinn ræðst af timbrinu í tunnunum sem þetta er geymt í, t.d. kirskuberjaviður etc. gerir vískíð ýmist sætara eða bitrara…
Þar sem ég var, var vatn hitað nokkuð svakalega upp, sent í kopartanka með (eða í gegnum korn) sem síða var geymt í stórum gleymslutönkum, síðan tappað á trétunnur og geymt. Þetta er líklegast gert öðruvísi í nýtískulegri verksmiðjum.
http://en.wikipedia.org/wiki/Whiskey - Hérna er meira um þetta, ekki víst að eg muni allt frá þessu (tvö ár síðan).