Hvernig stendur á því að svo margir halda að þeir geti komið á vettvang eins og Huga og gjörsamlega HRAUNAÐ hverju sem er? Fyrir það fyrsta, svona alhæfing “Það vita allir að Birgitta er í kóki… ”. Ég vissi það ekki, og orð FanneyLampard verða ekki til þess að ég trúi því. Að auki kemur það mér s.s. ekki við.
Í öðru lagi gerir FanneyLampard sér grein fyrir að það má fara í meiðyrðamál við hanna vegna svona athugasemda? Það eitt að skrifa undir nafnleynd hvorki losar hana undan ábyrgð orða sinna, né gerir hana órekjanlega.
Varðandi hlutverk Birgitta sem fyrirmynd. Ég man ekki eftir að hún hafi sótt um stöðuna. Það má færa rök fyrir því að með því að fara í það hlutverk sem hún og aðrir tónslitarmenn velja sér sé þetta væntanleg afleiðing. Sjálfur missti ég álit á Írafári sem vænleg fyrirmynd fyrir unglinga ekki vegna kjaftasagna um fíkniefnaneyslu heldur vegna þess að þau þurftu að troða bjórflöskum frá ónefndum (og ótilgeindum) styrktaraðila inn í sundlaugamyndbandið. Finnst svona “óbeinar” auglýsingar aumar, sérstaklega þegar markhópur hljómsveitarinnar (8 - 18 ára hefði ég haldið) er ekki sá sami og löglegur markhópur bjórsins.