Að setja lög á verkfallið er bara að fresta vandanum. Nái þeir ekki góðum samningum núna fara þeir bara í verkfall aftur eftir nokkur ár.
Ekki ef það verður tekið af þeim verkfallsréttinn :)
Kennarar eru búnir að vera allt annað en frekir með kröfur sínar.
Nú er það ? Ég hætti að vorkenna þeim þegar þeir vildu ekki gefa undantekningar handa fötluðum börnum, enda á ég sjálfur þroskahefta systur. Þetta var ekkert annað en grimmd.
Á þá að taka verkfallsrétt allra hinna starfstéttana líka? Þetta er lögbundin réttur fólks alls staðar í heiminum og þú vilt bara banna þetta af því að það hentar þér?
Íslenskir kennarar hafa bara sannað að þeir ganga allt of langt í þessum málum, í stað þess að vilja fá launahækkanir smátt og smátt eins og aðrar stéttir þá vilja þeir fá gífurlegar upphæðir og það strax, upphæðir sem að án efa gætu haft slæmar afleiðingar á þjóðfélagið. Ég veit ekki um þig en ég vil ekki sjá truflun á skólastarfi alltaf á 4 ára fresti.
Haltu þessar ræðu fyrir lögreglumönnum, slökkviliðsmönnum og bara öllum þeim sem að geta ekki farið í verkfall. Það er talið að það sé í lagi að taka þessi réttindi af þeim störfum sem að eru mikilvæg til þess að halda þjóðfélaginu gangandi, kennarar eru án efa stór hluti af því. Ég tel það alveg sjálfsagt að taka af þeim þessi réttindi enda eru það mannréttindi barna okkar að fá skólagöngu.
Svo bendirðu á að láta kennara semja um laun sín við yfirmenn!!! Væri náttúrulega ekki mun rökréttara á að fólk næði betri samningum ef fólk stæði saman í þessari baráttu?
Það virkar vel í öðrum starfstéttum að fólk semji sín laun við yfirmenn, það ætti alveg að geta gengið upp hjá kennurum. Einnig eins og flestir vita að þá eru kennarar mjög misjafnir þegar kemur að kennslu, allavega 1/3 af þeim eru óhæfir að kenna miða við mína reynslu. Að semja laun við yfirmenn myndu setja af stað samkeppni milli kennara til þess að standa sig betur í starfinu. Og þá fáum við betri kennara og betra nám fyrir börnin okkar.
8,5 í meðaleinkunn?
Já, af hverju er svona erfitt að trúa því ? Þarf ég að vera heimskur fyrir það að hafa aðrar skoðanir en þú ?