Sælt veri fólkið,
Fyrir alla þá sem vita ekki hvað Eye-Toy er, þá er það svona myndavél sem að þú getur keypt fyrir PS2. Er þú ert búinn að tengja hana við PS2 tölvunna, þá getur þú farið og keypt EyeToy leiki (Eye-Toy: Play tildæmis) og byrjað að spila nokkra leiki með því að hreyfa þig.
En eitt var ég að fatta! málið er að þú getur tengt þessa vél í USB portin í tölvunni þinni, og notað hana sem mjög góða netmyndavél (webcam), en þú þarft fyrst að installa einu litlu drasli svo að hún virki, og það færð þú á þessari slóð: http://sairuk.toythieves.com/eyetoy/
Farðu eftir þessum leiðbeiningum, og svo væri kannski fínt að restarta tölvunni eftir þetta, þá ætti þetta að virka 100%.
En samt, ég mæli eindregið með þessu þar sem að ég hef prófað þetta, og nota þetta á fullu, og þetta er góð hágæða webcam sem allir ættu að prófa að tengja við tölvuna.
Kveðja, Gexus.