Bush réðst inní Írak á þeim forsendum að þeir væru að hjálpa hryðjuverkamönnum og ættu gjöreyðingarvopn og reyndi að neyða Nato (sem er varnarbandalag) til að styðja sig í þeirri innrás. Nú hefur komið í ljós að engir voru þarna hryðjuverkamenn (í það minnsta ekki Al-Quadia) og engin gjöreyðingarvopn fundust.
Flestir sem skoða málið í kjölinn eru sammála um það að Íraksstríðið hafi ekki snúist frelsi, lýðræði, hryðjuverk eða eitthvað bleikt og fallegt heldur olíu. Það að Hussain fór frá völdum er bara aukaafurð og í raunnin er ekki víst að staða hins almenna Íraka muni neitt batna. Aftur á móti mun staða ríku bandarísku olíufyrirtækjanna batna mikið, sem og hluthafa þeirra, sérstaklega eftir alla hátekjuskattalækkanirnar sem Bush hefur komið í gegn. (Áhugaverð staðreynd, eitt af fimm stærstu olíufyrirtækjum í heimi, fyrirtæki sem hafði gert samning við Íraksstjórn um olíuvinnslu þar í landi áður en stríðið hófst, er franskt. Frakkar voru einna harðastir í andstöðu sinni við stríðið. Núna eiga bandarísk fyrirtæki alla olíusamninga í Írak.)
Vissuð þið að þær skattabreytingar sem Bush hefur komið í gegn hafa lækkað skattagreiðslur hans fjölskyldu um 200 milljón $ (áætlað)?
Atvinnuleysi í Bandaríkjunum hefur aukist síðan Bush komst til valda, velferðarkerfið (medicare) er fjársvelt og varasjóðir fyrir lífeyrisskuldbindingar alríkisins eru þurrausnir, sjóðir sem stóðu vel þegar Bush tók við. Ekki það að sé að segja að allt þetta sé Bush “að kenna”, en staðreyndin er sú að þetta hefur gerst eftir að hann tók við.
Áhugaverðar lesningar um Íraksstríðið má finna á
http://www.theboywhocriediraq.com/ , en ég get augljóslega ekki staðfest að þetta sé allt satt, til þess verðið þið að kanna heimildir og nota ykkar eigin hyggjuvit.
Merkilegt að þú Skuggi85 skulir styðja öfgahægrimenn í Bandaríkjunum, en miðjumoðs/vinstrimenn á Íslandi.