Ég þoli það alls ekki þegar krakkar eru að kvarta yfir því að þurfa að fara í skóla. Ég mætti mjög illa í skóla þegar ég var yngri, og hugsaði mjög svipað og margir grunnskólanemendur hugsa í dag. Vegna smá þröngsýni hjá mér, þykir mér það skrítið að þessir krakkar skuli ekki geta áttað sig á því, að það er verið að gera þeim stórgreiða með því að skylda þá til náms. Það eru ekki til mörg lönd í heiminum þar sem allir kunna að lesa, og eiga rétt á einhverju námi.
Á flestum stöðum á enginn rétt á skólanámi og þarf hver og einn að ganga í gegnum algert helvíti bara til þess eins að læra að lesa, og vita hvað 2 + 2 eru.
Eins neikvæð ég var útí skólann hér forðum, og hvað ég stundaði námið mitt illa, þakka ég bara fyrir að vera ekki slefandi hálfviti. Og ég þakka svo sannarlega fyrir það að geta lesið og skrifað ágæta íslensku, og vera eitthvað að mér í stærðfræði og því helsta sem kennt er í grunnskóla.
Ímynduð ykkur bara, ef þið færuð ekki í skóla gætuð þið ekki verið að nöldra undan skólanum (né neinu öðru) hérna, því þið kynnuð líklega ekki að lesa!
Þakkið fyrir þetta litla nám sem þið fáið, það undirbýr ykkur meira en þið getið nokkurntímann ímyndað ykkur fyrir lífið. Og hættið þessu væli. :S