Andskoti finnst mér magnað að við séum haldin föstum tökum á þessari geggjuðu gjaldskrá á meðan Hugi (í eigu Símans) státar sig af því að hafa fengið fleiri hundruð þúsund gesti frá útlöndum á Háhraða til að skoða einhverja videoklippu.

Ég er auðvitað að tala um Slashdot tilkynninguna á forsíðu Huga.

Hér er ein skemmtileg viðmiðun, vefsíða múlti-millans George W. Bush er lokuð erlendum gestum til að “spara kostnað”… en Hugi (og Síminn), sem þarf að rukka einhverjar krónur fyrir hvert MB til að standa undir kostnaði er opin fyrir hvaða gesti sem er, hvaðan sem er… og það er eflaust ekkert nýtt að erlendir gestir komi og skoði clippur fyrir fleiri hundruði MB á háhraða.


Æi mér bara fannst þetta drullu fyndið, en um leið aumt… Ég segi; Síminn, farðu nú og hugsaðu um viðskiptavinina þína en ekki einhverja sauði út í Kanalandi og einhver web-hits sem öllum nema JReykdal er sama um. ;)