af hverju fæ ég ekki bara minn peníng aftur? þetta endar með að ég/við þarf/þurfum að borga brúsann því einvhernvegin verða olíufélögin að fá penging fyrir þessu.
Ég er nú eiginlega mest hissa á að þeir hafi yfirhöfuð verið sektaðir, miðað við klíkuskapinn og bananalýðveldið sem Ísland er. Vonum bara að þetta sé byrjunin á sanngjarnara bensínverði fyrir landann, þó svo ég efi það :(
Já, ég veit… en ríkið hefur miklar tekjur af bensínsölu hjá þessum fyrirtækjum. T.d. kaupa ólíufélögin lítrann af 98 oktan á rúmar 20 kr. en eru að selja hann á 100 kall þannig að ríkið er að leggja um 50 kr á lítrann, olíufélögin fá rest. Þannig að ríkið er að grafa undan sjálfu sér með því að sekta félögin meira en raun ber vitni.
Já, þetta er langt frá því að vera gott mál fyrir einstaklinga sem okkur. Við borgum helling, olíufélögin eru sektuð og ríkið græðir. Hæhó og jibbí jei, nú er ég sko glaður…
HAHA skuggi, helduru virkilega að ríkið lækki skatta út af þessu. Ég persónulega hefði viljað sjá þennan pening enda í vösum neytenda, láta Olíufélögin borga þetta til baka einhvernveginn, t.d. með því að lækka eldsneytisverð. Að lokum vil ég hvetja alla til að hætta allri verslun við þessu 3 meintu Olíufélög og þá Orkuna einnig.
mjög gott mál þessi sekt, enda var þetta augljóst mál, þótt erfitt væri að sanna. Kostnaðurinn hlýtur að lenda á hluthöfum. Viðskiptavinir þurfa ekkert að borga neitt,sé kostnaðnum sett í bensínverðið(sem er líklegast bara hræðsluáróður þeirra sem eiga hagsmuni að gæta!), nema þeir vilji það sérstaklega með því að verzla við þessi félög. Aðrir geta verslað við atlantsolíu.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..